30.6.12

Afmæli!

Ég varð 24 ára þann 28. júní og átti alveg yndislegan dag í frábæru veðri. Kærastinn vakti mig með morgunmat í rúmið.. ekkert smá flott! Síðan fór ég í vinnuna þar sem kveðjunum rigndu yfir mig. Mamma sótti mig með færandi hendi.. kaka, gjöf og rós fyrir prinsessuna sína :)! Silvá kíkti svo í heimsókn þar sem við smökkuðum smá á kökunni ;). Eyddi síðan restinni af kvöldinu heima hjá pabba með fjölskyldunni þar sem við fengum æðislegan grillmat og eftirrétt.
Fjölskylduboð hjá pabba :)

Hinar og þessar símamyndir frá afmælisdeginum!

-Harpa

28.6.12

Sumarið er tíminn til að...


1. Raða allskonar armböndum saman. Seen here.
2. Prufa fallegar fléttu hárgreiðslur, ótrúlega skotin í þessari!
3. Nota skæra varaliti !
4. Gera Mohito íspinna? Uppskrift hér.

- Silvá

25.6.12

Innblástur: Hvít svefnherbergi

Mér finnst svo fallegt og róandi að hafa allt hvítt, sérstaklega í svefnherbergjum. Það er eitthvað við það sem er svo fágað en samt svo rómantískt, líka flott að velja einhverja áherslu liti með... ég er svolítið skotin í gull. Ég er byrjuð að spá í því hvernig ég vil hafa svefnherbergið í nýju íbúðinni í Köben og hér eru nokkrar myndir sem eru að veita mér innblástur í augnablikinu:

Ég elska litinn á veggnum! Rúmteppið er úr Zara home, I want it.
Svefnherbergið þarf ekki að vera stórt til að hægt sé að gera það fallegt.

Finnst litasamsetningin hér svo sjarmerandi.
- Silvá

24.6.12

Útskrift


Í gær útskrifaðist ég með B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá HÍ. Fjölskyldu og vinum var því boðið í grillveislu heima í ótrúlega fallegu veðri, gæti ekki verið ánægðari með daginn! 

Það eru svona dagar sem láta mann sjá enn betur hvað maður á góða að, fékk frábærar gjafir, yndislegar kveðjur og fullt af knúsum alveg hreint! Krúttlegast var samt þegar litla systir kom hlaupandi til mín um leið og ég vaknaði með gjöf sem var hjartalaga myndarammi með mynd af okkur þegar hún var lítil, svo ég gæti tekið hana með mér í hjartanu mínu til Kaupmannahafnar... ég dey, alveg of sætt! 
Hér eru nokkrar svipmyndir frá deginum.


{Kjóll: Zara, Hálsmen: Accessorize, Jakki: Vintage, Skór: Debanhams}

- Silvá

22.6.12

Plumberry


Neglurnar mínar síðustu helgi - Tvær umferðir af Essie's Plumberry

Love it :)

- Harpa

21.6.12

Óskalistinn

1. 'Keep calm and carry on' plaggat, í ljósbleiku. Fæst meðal annars á www.uma.is
2. Watt's upp, highlighter frá Benefit. Fæst meðal annars í Saga Shop í flugum Icelandair.
3. Sætur sumarlegur bolur úr H&M.
4. 'Jungle Hook' snagi, fæst á www.modcloth.com.
5. Iphone hulstur frá Kate Spade.


- Silvá

20.6.12

Anne Taintor

Anne Taintor vörurnar fá mig alltaf til að brosa. Hún blandar saman vintage myndum og túlkun sinni á því hvað fólkið á myndunum gæti verið að hugsa. Ég væri alveg til í einn segul eða svo en hún hannar m.a. glasamottur, segla, bolla, snyrtitöskur og póstkort! :)

Anne Taintor vörurnar fást m.a. í IÐU og á vefsíðu hennar http://annetaintor.com/

- Harpa

13.6.12

Cherry on top

Í fyrrakvöld bakaði ég vanillu cupcakes með vanillu smjörkremi, setti svo bleikan og gulan matarlit til að fá þennan sæta peach lit og ferskt kirsuber til skreytingar. Heimilisfólkið hafði ekkert á móti þessu uppátæki svona á mánudagskvöldi.


Ilmaði guðdómlega! Mæli með álbökkunum til að fá þær svona kúptar og fínar, svo er auðvitað hægt að fjárfesta í silikon muffins bökkum líka.. on my to-do list!

 
Namminamm.

Sáttur kærasti.

Ég fékk uppskriftina á mömmur.is, mjög einföld og fljótleg. Bragðaðist líka rosa vel !

- Silvá


12.6.12

Gyllti Kötturinn

Við Silvá kíktum í Gyllta Köttinn um helgina og sáum svo margt fallegt! Áttum í mesta basli með að hemja okkur að kaupa ekkert (spara spara..) en það er alltaf gaman að skoða svona fallega hluti og láta sig dreyma...


- Harpa

11.6.12

Kaupmannahöfn, hér kem ég!

Ég og kærastinn erum að flytja saman til Kaupmannahafnar í byrjun Ágúst því við erum bæði að fara í nám þar. Við erum að flytja saman tvö ein í fyrsta skipti svo það er margt nýtt að gerast, margt að plana og láta sig dreyma um. Það er svo margt sem sem ég hlakka til að gera, hérna eru nokkri hlutir sem láta mig fá smá fiðrildi í magann við tilhugsunina:


Sumar rigning sem fellur beint niður, enginn íslenskur vindur að skemma! Alveg óhætt að skella upp fallegri regnhlíf.

Hjól sem aðal ferðamáti. Enginn bíll, enginn bensínkostnaður, skemmtileg hreyfing, algjört æði!


Strikið! Það er óneitanlega spennandi að geta bara skroppið í H&M, Urban Outfitters, Monki, Sephora, og fleiri spennandi búðir hvenær sem er.

Geta skálað í alveg extra ódýrt vín, keypt úti í næsta súpermarkaði. Helst með dönskum ostum og spægipylsu líka, namm.

Harpa er líka að flytja til Danmerkur, hún og kærastinn hennar verða í námi í Århus svo það er stór hlutur til að hlakka til líka... Helgarferðir til Århus !

- Silvá

10.6.12

Óskalistinn


1. Falleg fölbleik skyrta úr Topshop.
2. Skull armband úr Topshop.
3. Smashbox photo finish foundation primer.
4. Stóll úr IKEA PS 2012 línunni.
5. Bók Emily Schuman, Cupcakes and Cashmere: A Guide for Defining Your Style, Reinventing Your Space, and Entertaining with Ease sem gefin verður út 1. ágúst.

- Harpa

8.6.12

Uppáhalds snyrtivörur - Summer edition



1. Kanebo bronzing gel: Elska þessa vöru endalaust mikið. Þetta er svo skemmtileg sumarvara sem er hægt að nota á svo marga vegu. Ég nota yfirleitt bara þunnt lag yfir andlitið og það gefur mér smá lit en samt þannig að það er mjög náttúrulegt. Las svo á öðru bloggi um daginn að það væri sniðugt að blanda dropa af því við meik til að þynna það aðeins út, gera það örlítið dekkra og þannig færa það í sumarbúning. Hlakka til að prófa það. Svo hef ég líka heyrt að fólk noti það bara aðeins í kinnarnar. Það skemmir heldur ekki fyrir að gelið inniheldur spf 6.

2. Rosebud salve: Rosa góður varasalvi sem inniheldur náttúrulegar rós-olíur. Ég á hann í 'mocha rose' og hann lyktar af súkkulaði og rósum, lovely !

3. Mac varalitur í 'Costa Chic': Yndislegur ferskjubleikur varalitur, fullkominn skær sumarlitur sem er samt ekki neon-litur. Hann er með 'frost' áferð sem ég fíla yfirleitt ekki en það pirrar mig samt ekki með þennan varalit. Þessi litur er líka ótrúlega sætur þegar að maður er kominn með smá brúnku.

4. OPI naglalakk í 'Gargantuan Green Grape': Með skrítnari nafni á naglalakki sem ég hef heyrt en ég gjörsamlega dýrka þennan lit. Var búin að sjá hann oft koma fyrir á bloggum en fann hann aldrei hérna heima, rakst svo á eitt stakt í Hagkaup Garðabæ um daginn og bara varð.. Sætur pastel sumarlitur sem er samt mjög einstakur.

5. Marc Jacobs, Daisy ilmvatn: Kærastinn kom mér á óvart um daginn með þessu ilmvatni þegar ég kláraði prófin. Mig var búið að langa í það lengi, finnst þessi lykt æðisleg og flaskan svo sæt. Tala nú ekki um hversu sætt það er í svona 'purse set';  lítil flaska, önnur lítil til að fylla á og lítil gulllituð trekt til að hella yfir, voða dúll.

- Silvá

7.6.12

Bikini so teeny

Ég sá þetta ljósbláa Essie naglalakk og varð strax ástfangin af því! Það heitir "Bikini so teeny" og er úr sumarlínunni 2012. Ó hvað ég vildi óska að Essie naglalökkin væru seld á Íslandi! Veit einhver um naglalakk í svipuðum lit sem fæst hérna heima? :)


- Harpa