9.12.12

Home for christmas !


Í dag er vika í Íslandsför hjá mér og kærastanum. Ég var að enda við að klára tvö lokaverkefni svo ég brosi allan hringinn. Þá þarf bara að klára eitt lokaverkefni enn, þrífa íbúðina, pakka og svo jólafrí til Íslands. Það er líka svona ofsalega notalegur snjóstormur úti, jólatónlist í eyrunum og tilhlökkun í maganum!
Eigiði góðan Sunnudag !
- Silvá

4.12.12

Óskalistinn


1. Rauður varalitur, þessi er frá Make up store og heitir China red. Af einhverjum ástæðum á ég ekki rauðan varalit..mér finnst kominn tími til.
2. Break out the baubly necklace frá Modcloth. Sé það alveg fyrir mér með jólakjólnum!
3. Kubus kertastjakinn frægi eftir Mogens Lassen.
4. Jeffrey Campbell Mariel úr svörtu rúskinni. Þessir eru aldrei til í minni stærð og því búin að dreyma um þá leeengi.
5. Topcoat með gylltu stóru glimmeri, þetta heitir Shake your groove thing frá Deborah Lippmann. Gerir hvaða naglalakk sem er fancy ;)
6. Ally skirt frá Monki. Litur: Black Magic.. ég elska hvað þau nefna litina á vörunum sínum :).

- Harpa

3.12.12

4 kræsingar í Kaupmannahöfn

Mig langaði til þess að deila með ykkur því sem mér finnst allra allra best að "treat'a" mig með hér í Kaupmannahöfn. 

1. Chai latte á Lagkakehuset
Ég elska Chai latte á þessum árstíma og mér finnst það langbest á Lagkakehuset. Lagkakehuset er bakarí sem er mjög víða í Kaupmannahöfn og það er eiginlega sama hvar maður er, maður rekst alltaf á það!

2. Agnes Cupcakes
Bestu Cupcakes sem að ég hef smakkað. Agnes Cupcakes er staðsett í Magasín og ég mæli algjörlega með því að smakka þær ef þið eruð í Kaupmannahöfn. Ég mæli sérstaklega með því að smakka lakkrís bragðið, eins furðulega og það hljómar. 

3. Pizza á Vesuvio Of Copenhagen
Þessi pizzastaður er staðsettur á einu horninu á ráðhústorginu. Þessi staður er mjög vinsæll meðal Íslendinga og það klikkar ekki að maður heyrir alltaf í Íslendingum þegar maður sest þarna inn. Svakalega góðar pizzur og rosalega notalegur staður. Matseðillinn er aðeins í dýrari kantinum en algjörlega þess virði!

4. Ís í Paradís
Þessi litla sæta ísbúð er mjög víða í Kaupmannahöfn. Þegar ég var lítil fór afi minn, ís-unnandi mikill, alltaf með mig í þessa ísbúð því hann sagði að þetta væri besti ís í heimi.. Sem hann svo sannarlega er!

- Silvá