26.1.13

String of lights

[1][2][3][4]

 Ég er voðalega hrifin af því að hafa svona "útiseríu" inni. Vitiði hvar maður getur fengið svona?

- Harpa

22.1.13

Fura

Rakst á þessar sætu myndir á Pinterest með furu í aðalhlutverki, verulega fallegt!
- Silvá

11.1.13

Ovo high chairOvo high chair er hannaður af spænska hönnunarfyrirtækinu Culdesac fyrir merkið Micuna. Ég veit ekki hversu praktískir þeir eru eða hversu lengi þeir myndu haldast svona hreinir og fínir en fallegir eru þeir! :)

.. Nú vantar mig bara barn í þennan stól.

- Harpa

6.1.13

Sæt íbúð í Svíþjóð

Rakst á þessa ógurlega fallegu og björtu íbúð á pinterest og langaði að sýna ykkur :)via lookslikewhite

- Harpa

5.1.13

Notknot púði

Gleðilegt nýtt ár allir saman! :) Ég vona að þið hafið haft það gott um jólin, ég tók mér smá bloggpásu í fríinu og er búin að hafa það voða gott á Íslandi. 
Ég fór niður á Laugarveg á Þorláksmessu, mig langaði að kíkja inn í örfáar búðir og sjá mannlífið og svona. Það var algjörlega troðið alls staðar og ég beið í smá röð til að komast inn í Hrím, það er alltaf svo gaman að skoða þar. Þessi púði sem heitir Notknot greip athygli mína. Hann er frá Umemi og er hannaður af Ragnheiði Ösp. Hann er úr íslenskri ull og kemur í nokkrum litum og gerðum.
Myndir fengnar af hrim.is

Æðislega skemmtilegir og flottir púðar. Ég er mest skotin í þessum á fyrstu myndinni, finnst hann æði :)!

- Harpa