30.7.12

Naglalökk - Haust 2012

Ég ákvað að kynna mér hvað verður vinsælast í naglalökkum í haust. Það eru nokkrir litir sem virðast vera gegnumgangandi í flestum haustlínunum, þeir eru:

Frá vinstri, efri röð
1. Teal: Essie - Stylenomics (kemur út í sept.)
2. Dökk fjólublár: Deborah Lippmann - Let's go crazy (kemur út í ágúst)
3. Dökk appelsínugulur (svoldið svona graskers-litur): OPI - Scnapps out of it (kemur út í ágúst)
4. Metallic grænn: Estée Lauder - Viper (kemur út í ágúst)

Frá vinstri, neðri röð:
5. Súkkulaði brúnn: Dior - Bengale (kominn út)
6. Dökkur berjalitur: Chanel - Vertigo (kominn út)
7. Grár 'steypu-litur': Nars - Stormbird (kominn út)
8. Navy blár: Orly - Shockwave (kominn út)

- Silvá

27.7.12

Haustið mætt í Zara

Haustlínan er komin í Zara og mér finnst hún ó svo falleg! Línan er frekar klassísk og mér finnst mjög gaman að sjá þessa neutral liti eftir litasprengju sumarsins, sem var/er reyndar yndisleg. En þetta er mjög 'refreshing' að sjá og fallegir peplum bolirnir, hlakka mikið til að kíkja í Zara.


- Silvá

20.7.12

Óskalistinn1. Estée Lauder, Advanced Night Repair. Undravara sem ég hlakka til að 'treat-a' mig með. Góð umsögn hérna.
2. Ilse Jacobsen gúmmístígvél. Svo sæt og fín og væru fullkomin í haustrigninguna í dk. Fást meðal annars í Illums bolighus.
3. Céline luggage bag. Sjaldan eða aldrei verið svona sjúk í tösku, hjálpar ekki að hún er út um allt! Seen here, here and here.
4. Iittala kertastjaki. Ég er að safna þessum kertastjökum frá Iittala sem koma í öllum regnbogans litum og áferðum, fást meðal annars í epal. Þessi litur fær að fara með mér heim næst.
5. Kristal borðlampi úr Ilva. Langar voða mikið í tvo svona á náttborðin !

- Silvá

17.7.12

Falleg íbúð í Noregi

Ég rakst á þetta fallega heimili sem er staðsett á eyju í Oslo Fjord Noregi. Mér finnst litirnir ótrúlega fallegir og róandi og finnst flott hvernig gömlum munum er blandað saman við nýja (margt m.a úr IKEA).

Fallegt herbergi undir súð.Algjör snilld hvernig plássið í stiganum er nýtt.
Ýmsir gamlir hlutir í bókahillu úr IKEA.


Fleiri myndir HÉR.

- Harpa

13.7.12

Föstudags

Gleðilegan föstudag og góða helgi !
Nokkrar sætar myndir af sætri tumblr síðu til að fylgja með inn í helgina: Happy weekend.

- Silvá


10.7.12

København

Skrapp í helgarferð til Köben með manninum mínum til þess að undirrita leigusamning, hitta Tinnu vinkonu og njóta ! Yndisleg helgi; hjóluðum um allan miðbæinn, borðuðum góðan mat og vorum svo heppin að Copenhagen Jazz Festival er í gangi núna svo við gátum tilt okkur í hinum og þessum görðum og notið þess að hlusta á jazz í góða veðrinu með bjór í hönd, så dejligt! Nokkrar svipmyndir frá helginni minni:
- Silvá

9.7.12

Óskalistinn: Home edition


1. Falleg skál úr ILVA.
2. Ótrúlega sætir kanínu salt og pipar staukar sem mega prýða eldhúsið mitt.
3. Fallegur hnöttur (helst fimm bara..). Þessi fæst hér
4. Gullfallegur púði sem mig er búið að dreyma um lengi.
5. Svartur sími með gamaldags útliti.

- Harpa

5.7.12

Kanínulampi

Mynd fengin héðan

Finnst þessi kanínulampi frá Heico algjört æði!
Fæst meðal annars í Hrím á Laugarveginum og Minju á Skólavörðustíg.

- Harpa

2.7.12

Fallegar stofur

Ég er yfir mig ástfangin af þessari stofu. Finnst guli liturinn, turkis og peach tóna vel saman við ljósgráa litinn. Mig langar sérstaklega mikið í þetta gullfallega ljós!

Ó, svo fallegt! Væri samt kannski erfitt að fá kærastann til þess að samþykkja bleiku gardínurnar.

Þessar tvær myndir eru af stofu Emily Schuman, en hér er hægt að skoða myndir af allri íbúðinni hennar. Ótrúlega flott! Dýrka bitana í loftinu og boga-dyragáttina.


- Silvá


1.7.12

Júní


- Harpa & Silvá