29.3.13

Undir súð

 Myndir: Anna-Malin

Mjög skemmtilegt horn í svefnherbergi sem veitti mér innblástur. Svefnherbergið mitt er undir súð og það getur oft verið erfitt að skipuleggja svoleiðis herbergi. Eames tekur sig vel út þarna en ég er einmitt í leit að fallegum stól til að setja undir glugga á súðinni. Hillurnar eru frá IKEA og henta vel til að sýna blöð, myndir, bækur eða aðra netta og fallega muni. Takið eftir litla stólnum :)

- Harpa

24.3.13

PARMMÄTARGATAN 22


Ég rakst á þessa litlu en fallegu íbúð á Fantastic Frank. Dróst sérstaklega að svefnherberginu en mér finnst það mjög töff.

- Harpa

19.2.13

Óskalistinn


1. Sólgleraugu, Gina Tricot.
2. Hvítir lágir Converse.
3. Skraut framan á kraga, Friis & Company. Lífgar upp á allar skyrturnar!
4. Marc by Marc Jacobs seðlaveski. Klassískt og fallegt.
5. Fallega bleikt naglalakk. Suzi's Hungary AGAIN! OPI - Sumar 2013

- Silvá

7.2.13

Bondegatan 16A


Þessi 90 fermetra íbúð er til sölu á fasteignasölunni Fantastic Frank. Svarta gólfið í stofunni greip strax athygli mína en mér finnst það vera frekar óvenjulegt en koma ótrúlega vel út. Elska líka hvað það er hátt til lofts en lofthæðin er frá 3 metrum í allt að 4,7 metra!

- Harpa

5.2.13

Soap Stones


Eruði að trúa því að þetta eru sápur!? Þær heita Soap Stones og eru frá Pelle. Mikið myndu þær fegra baðherbergið mitt :)

- Harpa

26.1.13

String of lights

[1][2][3][4]

 Ég er voðalega hrifin af því að hafa svona "útiseríu" inni. Vitiði hvar maður getur fengið svona?

- Harpa

22.1.13

Fura





Rakst á þessar sætu myndir á Pinterest með furu í aðalhlutverki, verulega fallegt!
- Silvá

11.1.13

Ovo high chair



Ovo high chair er hannaður af spænska hönnunarfyrirtækinu Culdesac fyrir merkið Micuna. Ég veit ekki hversu praktískir þeir eru eða hversu lengi þeir myndu haldast svona hreinir og fínir en fallegir eru þeir! :)

.. Nú vantar mig bara barn í þennan stól.

- Harpa

6.1.13

Sæt íbúð í Svíþjóð

Rakst á þessa ógurlega fallegu og björtu íbúð á pinterest og langaði að sýna ykkur :)



via lookslikewhite

- Harpa

5.1.13

Notknot púði

Gleðilegt nýtt ár allir saman! :) Ég vona að þið hafið haft það gott um jólin, ég tók mér smá bloggpásu í fríinu og er búin að hafa það voða gott á Íslandi. 
Ég fór niður á Laugarveg á Þorláksmessu, mig langaði að kíkja inn í örfáar búðir og sjá mannlífið og svona. Það var algjörlega troðið alls staðar og ég beið í smá röð til að komast inn í Hrím, það er alltaf svo gaman að skoða þar. Þessi púði sem heitir Notknot greip athygli mína. Hann er frá Umemi og er hannaður af Ragnheiði Ösp. Hann er úr íslenskri ull og kemur í nokkrum litum og gerðum.
Myndir fengnar af hrim.is

Æðislega skemmtilegir og flottir púðar. Ég er mest skotin í þessum á fyrstu myndinni, finnst hann æði :)!

- Harpa