8.6.12

Uppáhalds snyrtivörur - Summer edition



1. Kanebo bronzing gel: Elska þessa vöru endalaust mikið. Þetta er svo skemmtileg sumarvara sem er hægt að nota á svo marga vegu. Ég nota yfirleitt bara þunnt lag yfir andlitið og það gefur mér smá lit en samt þannig að það er mjög náttúrulegt. Las svo á öðru bloggi um daginn að það væri sniðugt að blanda dropa af því við meik til að þynna það aðeins út, gera það örlítið dekkra og þannig færa það í sumarbúning. Hlakka til að prófa það. Svo hef ég líka heyrt að fólk noti það bara aðeins í kinnarnar. Það skemmir heldur ekki fyrir að gelið inniheldur spf 6.

2. Rosebud salve: Rosa góður varasalvi sem inniheldur náttúrulegar rós-olíur. Ég á hann í 'mocha rose' og hann lyktar af súkkulaði og rósum, lovely !

3. Mac varalitur í 'Costa Chic': Yndislegur ferskjubleikur varalitur, fullkominn skær sumarlitur sem er samt ekki neon-litur. Hann er með 'frost' áferð sem ég fíla yfirleitt ekki en það pirrar mig samt ekki með þennan varalit. Þessi litur er líka ótrúlega sætur þegar að maður er kominn með smá brúnku.

4. OPI naglalakk í 'Gargantuan Green Grape': Með skrítnari nafni á naglalakki sem ég hef heyrt en ég gjörsamlega dýrka þennan lit. Var búin að sjá hann oft koma fyrir á bloggum en fann hann aldrei hérna heima, rakst svo á eitt stakt í Hagkaup Garðabæ um daginn og bara varð.. Sætur pastel sumarlitur sem er samt mjög einstakur.

5. Marc Jacobs, Daisy ilmvatn: Kærastinn kom mér á óvart um daginn með þessu ilmvatni þegar ég kláraði prófin. Mig var búið að langa í það lengi, finnst þessi lykt æðisleg og flaskan svo sæt. Tala nú ekki um hversu sætt það er í svona 'purse set';  lítil flaska, önnur lítil til að fylla á og lítil gulllituð trekt til að hella yfir, voða dúll.

- Silvá

1 comment: