Ég varð 24 ára þann 28. júní og átti alveg yndislegan dag í frábæru veðri. Kærastinn vakti mig með morgunmat í rúmið.. ekkert smá flott! Síðan fór ég í vinnuna þar sem kveðjunum rigndu yfir mig. Mamma sótti mig með færandi hendi.. kaka, gjöf og rós fyrir prinsessuna sína :)! Silvá kíkti svo í heimsókn þar sem við smökkuðum smá á kökunni ;). Eyddi síðan restinni af kvöldinu heima hjá pabba með fjölskyldunni þar sem við fengum æðislegan grillmat og eftirrétt.
Fjölskylduboð hjá pabba :)
Hinar og þessar símamyndir frá afmælisdeginum!
-Harpa
Nom nom nom! :)
ReplyDelete