11.6.12

Kaupmannahöfn, hér kem ég!

Ég og kærastinn erum að flytja saman til Kaupmannahafnar í byrjun Ágúst því við erum bæði að fara í nám þar. Við erum að flytja saman tvö ein í fyrsta skipti svo það er margt nýtt að gerast, margt að plana og láta sig dreyma um. Það er svo margt sem sem ég hlakka til að gera, hérna eru nokkri hlutir sem láta mig fá smá fiðrildi í magann við tilhugsunina:


Sumar rigning sem fellur beint niður, enginn íslenskur vindur að skemma! Alveg óhætt að skella upp fallegri regnhlíf.

Hjól sem aðal ferðamáti. Enginn bíll, enginn bensínkostnaður, skemmtileg hreyfing, algjört æði!


Strikið! Það er óneitanlega spennandi að geta bara skroppið í H&M, Urban Outfitters, Monki, Sephora, og fleiri spennandi búðir hvenær sem er.

Geta skálað í alveg extra ódýrt vín, keypt úti í næsta súpermarkaði. Helst með dönskum ostum og spægipylsu líka, namm.

Harpa er líka að flytja til Danmerkur, hún og kærastinn hennar verða í námi í Århus svo það er stór hlutur til að hlakka til líka... Helgarferðir til Århus !

- Silvá

1 comment: