13.6.12

Cherry on top

Í fyrrakvöld bakaði ég vanillu cupcakes með vanillu smjörkremi, setti svo bleikan og gulan matarlit til að fá þennan sæta peach lit og ferskt kirsuber til skreytingar. Heimilisfólkið hafði ekkert á móti þessu uppátæki svona á mánudagskvöldi.


Ilmaði guðdómlega! Mæli með álbökkunum til að fá þær svona kúptar og fínar, svo er auðvitað hægt að fjárfesta í silikon muffins bökkum líka.. on my to-do list!

 
Namminamm.

Sáttur kærasti.

Ég fékk uppskriftina á mömmur.is, mjög einföld og fljótleg. Bragðaðist líka rosa vel !

- Silvá


No comments:

Post a Comment