11.11.12

Fallegt heimili um jól

Þar sem það er akkúrat mánuður í að ég fari í jólafrí fannst mér tilvalið að sýna ykkur þetta fallega skandinavíska heimili í jólabúning! :)


Ótrúlega fallegt og jóló :) Ég gæti alveg hugsað mér að skríða þarna upp í sófa með kakóbolla! 
Séð hér.

-Harpa

6.11.12

Köflótt


Köflótt er svo kósý svona á haustin. Hér er smá innblástur aðallega fyrir strákana :)
Myndir fengnar af Allthingsstylish.tumblr.com

- Harpa

1.11.12

Repslagaregatan 9A


Þessi fallega 54 fm íbúð er til sölu á sænsku fasteignasölunni Bolaget. Fallegir bitarnir í loftinu, hlaðni veggurinn í svefnherberginu og viðargólfið sem nær alla leið inn á bað! Þarna gæti ég hugsað mér að búa :)

- Harpa

28.10.12

Sunnudags



Þurfti á þessu að halda í dag :)

- Harpa

26.10.12

Paper jewels



Paper Jewels eftir listamanninn Kirsten Hassenfeld. Váá!

Séð hér.

- Harpa

22.10.12

Óskalistinn

1. Benefit they're real! maskari - Langar rosalega að prófa þennan!
2. Dagny backpack úr Monki - Frekar mikið töff.
3. Ruby knit úr Monki - Ótrúlega kósý ;)
4. Falleg hreindýraskál úr ILVA - Pínu hreindýrasjúk þessa dagana..
5. Mjög töff iphone hulstur, fæst á Modcloth - Held ég verði að fá mér iphone 4 svo ég geti keypt mér svona fín hulstur?

- Harpa

10.10.12

Themis mobile

Finnst þessi órói vera svo ógurlega fallegur að ég varð bara að deila.



Þetta er Themis frá Artecnica, hannaður af Clara von Zweigbergk. Þetta sagði hún um óróann:
"The shapes quickly came together as a mobile. I think of them as planets and like to see the colors change while gently turning".

Fallegt ekki satt? :)

-Harpa

5.10.12

YELLOW





 
[1][2][3][4][5][6]

Ég er soldið skotin í gulum þessa dagana, hann lífgar svo upp á heimilið/fæturna ;)

- Harpa

3.10.12

The Zoo Coathooks

Ég kíkti í Decorate Shop sem er uppáhalds búðin mín í Aarhus í augnablikinu og þessi krútt fengu að koma með mér heim!


Snagarnir eru hannaðir af Jorine Oosterhoff fyrir Puhlmann og fást í alls konar litum og dýrum.



Mér finnst flott að blanda saman mismunandi týpum og litum eða hafa einn stakan t.d í eldhúsi fyrir viskustykki. Mínir tveir hanga í ganginum hjá mér :)


- Harpa

3.9.12

L'Oréal Nude Magique BB Cream

Ég verð að afsaka svakalegt bloggleysi en ég flutti til Aarhus í byrjun ágúst og það er búið að vera brjálað að gera! Við kærastinn fluttum með engin húsgögn með okkur svo við erum búin að vera á fullu að gera íbúðina fína, engin smá vinna! Þetta kemur hægt og rólega en mér finnst samt endalaust eftir, ég set kannski inn myndir þegar hún er tilbúin :).

Þrátt fyrir að ég sé búin að búa í IKEA hef ég líka leyft mér að kíkja aðeins í aðrar búðir ;).. ég keypti BB krem frá L'Oréal í gær sem heitir L'Oréal Nude Magique BB Cream. Þessi BB krem eru allt í einu út um allt og ég varð of forvitin og varð að prófa. BB stendur fyrir "Beauty Balm" eða "Blemish Balm". Þetta er einhverskonar primer, serum, hyljari og litað dagkrem.. allt í einni vöru og er einnig með SPF, I'm sold!



Ég prufaði BB kremið frá L'Oréal í dag. Það á að jafna út húðlit, gefa náttúrulegt útlit, 24 tíma raka, láta húðina ljóma og vernda húðina gegn sólinni. Kremið kemur í tveimur tónum Light og Medium en það kemur út úr túpunni hvítt með litlum kornum sem verður síðan húðlitað þegar því er nuddað á húðina.

Tada!


Kremið gerði það sem það átti að gera og ef ég ber það saman við litað dagkrem þá finnst mér BB kremið mun betra. Það gefur matta, fallega og náttúrulega áferð og ég mun alveg örugglega kaupa það aftur :)

- Harpa