Þrátt fyrir að ég sé búin að búa í IKEA hef ég líka leyft mér að kíkja aðeins í aðrar búðir ;).. ég keypti BB krem frá L'Oréal í gær sem heitir L'Oréal Nude Magique BB Cream. Þessi BB krem eru allt í einu út um allt og ég varð of forvitin og varð að prófa. BB stendur fyrir "Beauty Balm" eða "Blemish Balm". Þetta er einhverskonar primer, serum, hyljari og litað dagkrem.. allt í einni vöru og er einnig með SPF, I'm sold!
Ég prufaði BB kremið frá L'Oréal í dag. Það á að jafna út húðlit, gefa náttúrulegt útlit, 24 tíma raka, láta húðina ljóma og vernda húðina gegn sólinni. Kremið kemur í tveimur tónum Light og Medium en það kemur út úr túpunni hvítt með litlum kornum sem verður síðan húðlitað þegar því er nuddað á húðina.
Tada! |
Kremið gerði það sem það átti að gera og ef ég ber það saman við litað dagkrem þá finnst mér BB kremið mun betra. Það gefur matta, fallega og náttúrulega áferð og ég mun alveg örugglega kaupa það aftur :)
- Harpa
No comments:
Post a Comment