Í gær útskrifaðist ég með B.Sc. í umhverfis- og
byggingarverkfræði frá HÍ. Fjölskyldu og vinum var því boðið í grillveislu
heima í ótrúlega fallegu veðri, gæti ekki verið ánægðari með daginn!
Það eru svona dagar sem
láta mann sjá enn betur hvað maður á góða að, fékk frábærar gjafir, yndislegar kveðjur og
fullt af knúsum alveg hreint! Krúttlegast var samt þegar litla systir kom
hlaupandi til mín um leið og ég vaknaði með gjöf sem var hjartalaga myndarammi
með mynd af okkur þegar hún var lítil, svo ég gæti tekið hana með mér í
hjartanu mínu til Kaupmannahafnar... ég dey, alveg of sætt!
Hér eru nokkrar svipmyndir frá deginum.
{Kjóll: Zara, Hálsmen: Accessorize, Jakki: Vintage, Skór: Debanhams}
- Silvá
Geðveikur kjóll!! :)
ReplyDelete