30.11.12

24 dagar til jóla!


Ég er algjört jólabarn og er farin að þrá að skreyta eitthvað. Eina jólaskrautið sem ég á hér úti í Aarhus eru þrjú jólasvín sem elskuleg móðir mín kom með fyrir mig þegar hún kom í heimsókn. Mér finnst þessi lukt hér að ofan frá Sögne Home æði og býður upp á svo mikla möguleika. Væri alveg til í að eignast eitt stykki. Finnst skreytingin líka mjög jólaleg og flott :) Ég ætla að reyna að finna eitthvað smá jólaksraut niður í bæ í kvöld. Það má búast við mikilli jólastemningu en kveikt verður á jólaskreytingum og jólatrénu, jólaveinninn kemur í heimsókn, svo verður skrúðganga og læti. Eigið góða helgi! :)

- Harpa

29.11.12

Könglar

Nokkrar skemmtilegar hugmyndir að jólaskrauti úr könglum, einfalt og fallegt !

- Silvá

28.11.12

Skurðbretti og hitaplattar frá RK Design


Ég rakst á þessi æðislega flottu skurðbretti og hitaplatta frá RK Design. Maður geymir þessi ekki niður í skúffu!

- Harpa

27.11.12

Lotta Agaton


Hér er brot af myndum sem voru teknar af íbúð sem Lotta Agaton stíliseraði fyrir hönd Folkhem fyrir Housing Exhibition Annedal 2012. Þessar þrjár eru í uppáhaldi hjá mér en fleiri myndir má sjá hér.

- Harpa

26.11.12

Frönsk íbúð í Danmörku


Ég rakst á þessa fallegu íbúð í Boligmagasinet. Í henni býr Christina L. Jensen, hún er elskar París og fer reglulega til Frakklands og kaupir eitthvað fallegt fyrir heimilið á flóamörkuðum. Mér finnst íbúðin mjög skemmtileg og er sérstaklega hrifin af svefnherberginu, hver væri ekki til í svona fínan fataskáp? :)

- Harpa

24.11.12

Óskalistinn



1. Essie naglalakk í 'beyond cozy'. Silvur og gull glimmer.. Voða jólafallegt!
2. Iphone hulstur úr nýju línu Marc Jacobs. Finnst það svo flott en er jafnvel að hugsa um að skella mér frekar á H&M eftirhermu sem ég sá um daginn, aðeins skemmtilegra verð á því.
3. Grá kósýpeysa úr H&M.
4. Eyrnahlífar frá Topshop. Hlýjar eyrum án þess að rústa hári !
5. Röndótt rör frá Miss Étoile, fæst allavega í hönnunarbúðinni Bahne í Danmörku. Frekar mikið sæt.

- Silvá

18.11.12

Sunnudags

[1][2][3][4

Eigiði yndislegan sunnudag! Ég vildi að ég gæti eytt mínum í algjörri afslöppun en þarf víst að læra fyrir próf. Ætla þó að reyna að hafa það kósý með kakó og kúra mig í teppi, ji hvað það er búið að kólna!

- Harpa

15.11.12

Haust

Afsakið bloggleysið síðustu... 3 mánuði? Jisús. Ég s.s. flutti til Kaupmannahafnar með kærastanum í Ágúst og byrjaði í mastersnámi í Architectural Engineering við Danmarks Tekniske Universitet. Bloggleysið stafar því af heimalærdómi og tíðum heimsóknum fjölskyldu og vina. En mig langar til þess að reyna að finna reglulega tíma til þess að blogga hér eftir.

Ég er farin að hlakka svo til jólanna en hér í Kaupmannahöfn er þó bara haust ennþá og ekkert bólar á vetrinum. Mig langaði því til þess að deila með ykkur nokkrum fallegum haustmyndum sem ég hef tekið upp á síðkastið.
Kongens Have // Útsýni  // Lyngby // DTU

- Silvá

14.11.12

Kopar


Hversu fínn er þessi "garland"? Myndirnar eru teknar af ljósmyndaranum Daniella Witte og koparplöturnar fást í verslun hennar Intreda Utreda ásamt kertastjakanum og ljósinu.

- Harpa

12.11.12

Merry Christmas to all


Ég rakst á þetta fína veggspjald á Pinterest í gær. Ég er að hugsa um að prenta það út fyrir jólin :). Þið getið nálgast það í fleiri útgáfum hér. 

- Harpa

11.11.12

Fallegt heimili um jól

Þar sem það er akkúrat mánuður í að ég fari í jólafrí fannst mér tilvalið að sýna ykkur þetta fallega skandinavíska heimili í jólabúning! :)


Ótrúlega fallegt og jóló :) Ég gæti alveg hugsað mér að skríða þarna upp í sófa með kakóbolla! 
Séð hér.

-Harpa

6.11.12

Köflótt


Köflótt er svo kósý svona á haustin. Hér er smá innblástur aðallega fyrir strákana :)
Myndir fengnar af Allthingsstylish.tumblr.com

- Harpa

1.11.12

Repslagaregatan 9A


Þessi fallega 54 fm íbúð er til sölu á sænsku fasteignasölunni Bolaget. Fallegir bitarnir í loftinu, hlaðni veggurinn í svefnherberginu og viðargólfið sem nær alla leið inn á bað! Þarna gæti ég hugsað mér að búa :)

- Harpa