Ég er algjört jólabarn og er farin að þrá að skreyta eitthvað. Eina jólaskrautið sem ég á hér úti í Aarhus eru þrjú jólasvín sem elskuleg móðir mín kom með fyrir mig þegar hún kom í heimsókn. Mér finnst þessi lukt hér að ofan frá
Sögne Home æði og býður upp á svo mikla möguleika. Væri alveg til í að eignast eitt stykki. Finnst skreytingin líka mjög jólaleg og flott :) Ég ætla að reyna að finna eitthvað smá jólaksraut niður í bæ í kvöld. Það má búast við mikilli jólastemningu en kveikt verður á jólaskreytingum og jólatrénu, jólaveinninn kemur í heimsókn, svo verður skrúðganga og læti. Eigið góða helgi! :)
- Harpa
No comments:
Post a Comment