Mig langaði til þess að deila með ykkur því sem mér finnst allra allra best að "treat'a" mig með hér í Kaupmannahöfn.
1. Chai latte á Lagkakehuset
Ég elska Chai latte á þessum árstíma og mér finnst það langbest á Lagkakehuset. Lagkakehuset er bakarí sem er mjög víða í Kaupmannahöfn og það er eiginlega sama hvar maður er, maður rekst alltaf á það!
2. Agnes Cupcakes
Bestu Cupcakes sem að ég hef smakkað. Agnes Cupcakes er staðsett í Magasín og ég mæli algjörlega með því að smakka þær ef þið eruð í Kaupmannahöfn. Ég mæli sérstaklega með því að smakka lakkrís bragðið, eins furðulega og það hljómar.
3. Pizza á Vesuvio Of Copenhagen
Þessi pizzastaður er staðsettur á einu horninu á ráðhústorginu. Þessi staður er mjög vinsæll meðal Íslendinga og það klikkar ekki að maður heyrir alltaf í Íslendingum þegar maður sest þarna inn. Svakalega góðar pizzur og rosalega notalegur staður. Matseðillinn er aðeins í dýrari kantinum en algjörlega þess virði!
4. Ís í Paradís
Þessi litla sæta ísbúð er mjög víða í Kaupmannahöfn. Þegar ég var lítil fór afi minn, ís-unnandi mikill, alltaf með mig í þessa ísbúð því hann sagði að þetta væri besti ís í heimi.. Sem hann svo sannarlega er!
- Silvá
No comments:
Post a Comment